14 ára sonur Cristiano Ronaldo fékk að hitta Lamine Yamal, landsliðsmann Spánar, á dögunum.
Yamal er nafn sem flestir eru farnir að kannast við en hann er leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins.
Ronaldo yngri fékk að hitta Yamal í sumarfríinu og fengu þeir félagar mynd af sér saman í Madríd.
Athygli vekur að sonur portúgölsku goðsagnarinnar er jafn stór og Yamal sem er einn efnilegasti og jafnvel einn besti vængmaður heims í dag.
Ronaldo yngri er með þann draum að spila sem atvinnumaður í framtíðinni líkt og faðir sinn sem er í dag leikmaður í Sádi Arabíu.
Það er alls ekki útilokað að Yamal og Ronaldo yngri spili saman eða mætist síðar á ferlinum enda um tvo mjög unga leikmenn að ræða.