Manchester United gæti mögulega treyst á vængmanninn Amad Diallo í vetur en hann skoraði sigri á Real Betis í æfingaleik í vikunni.
Diallo hefur fengið fá tækifæri á Old Trafford hefur verið lánaður til bæði Rangers og Sunderland eftir komu frá Atalanta á sínum tíma.
Diallo er meira en til í að reyna fyrir sér í leikmannahópi United og vonast innilega til að fá tækifærið í vetur.
,,Ég er auðvitað ánægður með markið en mest af öllu er ég ánægður með sigurinn,“ sagði Diallo.
,,Ég vil stíga upp á þessu tímabili, ég er ákveðinn og mjög metnaðarfullur. Ég er spenntur fyrir framhaldinu.“
,,Ég get ekki beðið eftir að tímabilið fari af stað.“