Goðsögnin sjálf Cristiano Ronaldo er mætt aftur til Spánar eftir að hafa yfirgefið höfuðborg Madríd fyrir Sádi Arabíu.
Ronaldo og fjölskylda hans eru búsett í Sádi þessa stundina en framherjinn er leikmaður Al-Nassr þar í landi.
Allt ætlaði að verða vitlaust á samskiptamiðlum eftir að Georgina Rodriguez, kærasta Ronaldo, birti myndir af komu þeirra til Spánar.
Ronaldo er sjálfur í fríi ásamt fjölskyldu sinni en hann gistir í húsi síni í höfuðborginni sem gerði marga spennta.
Georgina fékk ófá skilaboð á Instagram síðu sína eftir myndbirtingarnar þar sem má sjá Ronaldo og hans fjölskyldu í fyrrum heimahúsi.
,,Ertu að koma aftur? Hvað ertu að gera hérna?“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Ég er á leiðinni, ekki fara heim!“
Ronaldo er afskaplega vinsæll á meðal stuðningsmanna Real Madrid en hann er markahæsti leikmaður í sögu liðsins.
Það fylgja því ákveðin óþægindi að vera heimsfræg/ur og hefur parið þurft að sætta sig við þá staðreynd í gegnum tíðina.