fbpx
Sunnudagur 15.september 2024
433Sport

Valur rekur Arnar Grétarsson – Túfa tekur við

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 22:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson látinn fara frá Val – Túfa tekur við

Stjórn Knattspyrnudeildar Vals hefur sagt Arnari Grétarssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Arnar tók við liðinu í lok árs 2022. Srdjan Tufegdzic (Túfa) tekur við og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Haukur Páll Sigurðsson verður aðstoðarmaður Túfa.

„Þetta snýst ekki um einstaka úrslit eða leiki heldur er það einfaldlega mat okkar í stjórn að við séum ekki á réttri leið með liðið og því var þessi ákvörðun tekin. Við þökkum Adda fyrir allt það sem hann hefur gert síðan hann kom til okkar og óskum honum alls hins besta,“ segir Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

Túfa var aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar þegar þeir gerðu Val að íslandsmeisturum árið 2020.

„Túfa hefur þjálfað hjá okkur áður og skilaði þá titli. Hann er frábær þjálfari og flottur karakter sem hefur haldið tengslum við félagið eftir að hann fór að þjálfa erlendis. Strákarnir hans eru í Val og hann býr hérna í hverfinu. Okkur hlakkar til að vinna aftur með Túfa sem eftir dvöl sína í flottum klúbbum erlendis kemur til baka sem enn betri þjálfari,“ segir Börkur Edvardsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lingard aðeins þriðji besti leikmaður liðsins: Gríðarlega ósáttur – ,,Við þurfum að tala saman og það strax“

Lingard aðeins þriðji besti leikmaður liðsins: Gríðarlega ósáttur – ,,Við þurfum að tala saman og það strax“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Maresca ekki sammála Ten Hag: ,,Hef ekki hugmynd hvað gerðist á milli þeirra“

Maresca ekki sammála Ten Hag: ,,Hef ekki hugmynd hvað gerðist á milli þeirra“
433Sport
Í gær

Besta deild kvenna: Toppliðin tvö með sigra

Besta deild kvenna: Toppliðin tvö með sigra
433Sport
Í gær

Áttaði sig ekki á alvarleika málsins í sumar – Söng rasíska söngva eftir sigurleik

Áttaði sig ekki á alvarleika málsins í sumar – Söng rasíska söngva eftir sigurleik