Samkvæmt Daily Mail eru forráðamenn Manchester United farnir út á markaðinn og vilja bæta við miðverði og sóknarmanni.
United hefur viljað bæta við öðrum miðverði í sumar en vegna meiðsla Leny Yoro er ljóst að félagið mun reyna að klófesta miðvörð.
Yoro sem kom til United á dögunum er með brotið bein í fæti og verður frá í þrjá mánuði vegna þess.
Untied var ekki að skoða framherja en vegna meiðsla Rasmus Hojlund ætlar félagið að skoða kostina sem eru í boði.
Er Ivan Toney nefndur til sögunnar en Hojlund meiddist í æfingaleik um síðustu helgi og verður frá í að minnsta kosti sex vikur.
United er einnig á höttunum á eftir miðjumanni en Manuel Ugarte miðjumaður PSG er mest nefndur til sögunnar.