Barcelona hefur boðið 55 milljónir punda í Dani Olmo sóknarmann RB Leipzig og er líklegt að það tilboð verði samþykkt.
Þessi 26 ára gamli spænski landsliðsmaður vill ólmur komast heim til Spánar.
Olmo var frábær með spænska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar þar sem liðið fór með sigur af hólmi.
Olmo hefur sjálfur samið um kaup og kjör við Barcelona en hann hefur einnig verið orðaður við Manchester City.
Barcelona borgar 42,5 milljónir punda til að byrja með en endanlegt kaupverð gæti orðið 55 milljónir punda með bónusum.