Gareth Southgate er atvinnulaus eftir að hafa ákveðið að hætta með enska landsliðið eftir Evrópumótið í Þýskalandi.
Núna er Southgate hins vegar með tvö tilboð á borðinu um að starfa í sjónvarpi á Englandi.
BBC vill fá Southgate inn í í teymið í kringum Match of the Day þar sem fjallað er um ensku úrvalsdeildina.
Þátturinn hefur notið gríðarlega vinsælda en Southgate kæmi inn í teymi með Gary Lineker og Alan Shearer en Ian Wright er hættur.
ITV hefur einnig boðið Southgate að koma inn hjá þeim og starfa með sérfræðingum þeirra í kringum leiki í enska bikarnum og landsleiki.