West Ham er komið langt með það ferli að ganga frá kaupum á Niclas Fullkrug framherja Borussia Dortmund.
Fullkrug var öflugur fyrir þýska landsliðið á Evrópumótinu í sumar og því kemur þetta örlítið á óvart.
Viðræður eru í fullum gangi og telur Sky Sports að allir aðilar muni á endanum ná saman.
Dortmund festi kaup á Serhou Guirassy frá Stuttgart á dögunum og viðbúið að Fullkrug spili minna.
Hann hefur því áhuga á því að fara en West Ham reyndi að kaupa Fullkrug síðasta sumar þegar hann fór frá Werder Bremen til Dortmund.