Það eru ekki allir sem kannast við nafnið Barbra Banda en hún er afskaplega góð í knattspyrnu.
Banda er leikmaður Orlando Pride í Bandaríkjunum sem er mjög gott félagslið en hún var fyrir það hjá Shanghai Shengli í Kína.
Banda hefur fengið mörg óviðeigandi skilaboð á síðustu dögum en hún er landsliðsmaður Sambíu á Ólympíuleikunum.
Banda skoraði til að mynda þrennu gegn Ástralíu á dögunum sem var hennar þriðja þrenna á mótinu frá 2020.
Netverjar eru sannfærðir um að Banda sé að ljúga til um kyn og að um karlmann sé að ræða sem er þó einfaldlega ekki rétt.
Þessi 24 ára gamla stúlka hefur þurft að þola alls konar áreiti á netinu síðustu vikuna – áreiti sem á engan rétt á sér.
Banda var fædd í heimalandi sínu Sambíu árið 2000 og er kvenkyns en hún hefur áður þurft að sanna það fyrir netverjum og hrekkjusvínum.
Myndir af henni má sjá hér.