Stígur Diljan Þórðarson er búinn að semja við nýtt félag en hann gerir samning við Triestina á Ítalíu.
Um er að ræða 18 ára gamlan vængmann og gerir hann þriggja ára samning við C deildarliðið.
Stígur er efnilegur leikmaður sem hefur fengið góðan skóla en hann var á mála hjá Benfica í Portúgal.
Benfica gaf leikmanninum þó leyfi á að fara endanlega og mun hann reyna fyrir sér á Ítalíu í fyrsta sinn.
Stígur hefur leikið erlendis undanfarin tvö ár en hann er uppalinn hjá Víkingi Reykjavík hér heima.