Þó augu heimsbyggðarinnar séu vanalega ekki á fótboltanum í Venesúela hefur atvik í leik þar í gærkvöldi vakið heimsathygli.
Puerta Cabello tók þá á móti Portuguesa og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Það er hins vegar atvik á 86. mínútu þessa leiks sem er á allra vörum.
Þar kom Darlon Rodriguez, framherji heimamanna, boltanum í netið en var réttilega dæmdur rangstæður. VAR skoðaði hins vegar atvikið og var dregin lína, venju samkvæmt þegar rangstöðudómar eru skoðaðir í VAR.
Línan sem var dregin var hins vegar svakalega skökk og hefði dómarinn stuðst við hana hefði það gert Rodriguez réttstæðan. Svo fór hins vegar ekki, en ekki er vitað hvort línan hafi verið úr myndbandsdómgæslunni sjálfri eða aðeins útsendingunni.
Dómurinn stóð hins vegar og ekkert mark skorað.
Hér að neðan má sjá þetta magnaða atviki úr útsendingunni í Venesúela.
Fútbol de mi amada VENEZUELA,el que trazo las líneas para dictaminar el Offside definitivamente pertenece al BAR 😂🤣🤣🤣 pic.twitter.com/9qjTaQarfU
— Josmaestre13 (@Josmaestre131) July 23, 2024