Það eru litlar sem engar líkur á að sóknarmaðurinn umdeildi Antony sé á förum frá Manchester United í sumar.
Þetta segir umboðsmaður leikmannsins, Junior Pedroso, en Antony hefur verið orðaður við brottför.
United er talið vera til í að lána Brasilíumanninn annað ef eitthvað félag er til í að borga 70 þúsund pund á viku í laun.
Pedroso segir að það séu kjaftasögur og að Antony hafi aðeins áhuga á að leika fyrir United í vetur.
,,Ég hef séð fréttir um að hann sé að fara á láni en hans markmið eru skýr: Manchester United, hann vill vera áfram,“ sagði Pedroso.
,,Hann einbeitir sér aðeins að Manchester United og við höfum rætt það við félagið.“