Liðin áttust við í 1. umferð undankeppni Sambansdeildarinnar. Eftir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum hér heima, þar sem sauð eftirminnilega upp úr eftir leik, vann Valur magnaðan 0-4 sigur í útileiknum.
„Albanirnir klöppuðu fyrir okkur í leikslok, þeir voru það ánægðir með okkur,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, við úrvarpsþáttinn Fótbolta.net á laugardag, en hann var að sjálfsögðu staddur á vellinum í Albaníu.
Goal: Tryggvi Hrafn Haraldsson | KF Vllaznia 0-4 Valurpic.twitter.com/DWFZrXsB1x
— PushGoals (@PushGoals) July 18, 2024
Lýsti hann þá augnablikinu þegar Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fjórða mark Valsara á Tryggva Hrafn Haraldsson. Sendingin var sannkallað augnakonfekt og afgreiðslan ekki mikið síðri, eins og sjá má í spilaranum.
„Stúkan sem við sátum í hoppaði nánast upp í loft og trúði ekki þessari sendingu, hún var það glæsileg,“ sagði Börkur.
Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð. Fyrri leikurinn er hér heima á fimmtudag.