Real Madrid er sannfært um það að Kylian Mbappe þurfi ekki að fara í aðgerð eftir að hafa meiðst á EM í sumar.
Mbappe nefbrotnaði á EM í Þýskalandi og þurfti að spila nokkra leiki liðsins með andlitsgrímu vegna þess.
Samkvæmt AS telur læknateymi Real að Mbappe muni ná byrjun tímabils án vandræða og að engin þörf sé á aðgerð.
Frakkinn gekk í raðir Real í sumar frá Paris Saint-Germain og kom á frjálsri sölu eftir að hafa raðað inn mörkum í heimalandinu.
Læknateymið mun þó fylgjast vel með gangi mála en er viss um að ef allt sé framkvæmt rétt þurfi leikmaðurinn ekki á aðgerð að halda.