fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Skelfileg tíðindi bárust frá Suður-Ameríku: Látinn aðeins 20 ára gamall – ,,,Það er svo sársaukafullt að kveðja“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorgarfréttir bárust frá Ekvador í dag en markvörðurinn Justin Cornejo er látinn aðeins 20 ára gamall.

Um var að ræða efnilegan markvörð sem var vinsæll á meðal liðsfélaga sinna í Barcelona SC í Ekvador.

Cornejo var þriðji markvörður liðsins en hann spilaði einnig með U20 landsliði Ekvador og spilaði sinn fyrsta landsleik 2022.

Greint er frá því að Cornejo hafi orðið fyrir höfuðmeiðslum og lést hann samstundis.

Liðsfélagar Cornejo syrjga þessa stundina og hafa birt margar fallegar kveðjur á internetinu.

,,Ég get ennþá ekki komist yfir þetta, hvíldu í friði, litli bróðir,“ skrifaði Allen Obando sem lék með Cornejo.

,,Það er svo sársaukafullt að kveðja en við getum hugsað um allar frábæru minningarnar sem við áttum saman.“

Cornejo spilaði aldrei aðalliðsleik fyrir Barcelona sem er í efstu deild í Ekvador en spilaði með varaliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tók bara við starfinu vegna Ronaldo

Tók bara við starfinu vegna Ronaldo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á
433Sport
Í gær

Staðfestir félagaskipti til Arsenal

Staðfestir félagaskipti til Arsenal
433Sport
Í gær

Jackson orðaður við Manchester United

Jackson orðaður við Manchester United