Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var gestur í nýjasta þættinum af Íþróttavikunni hér á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágútsson hafa umsjón með þættinum.
Hákon gekk í raðir Brentford í janúar. Hann var þriðji markvörður úrvaldseildarliðsins til að byrja með en var svo kominn í leikmannahópinn undir restina.
Markverðirnir Mark Flekken og Thomas Strakosha eru einnig á mála hjá Brentford en telur hann að breyting verði þar á í sumar.
„Maður veit aldrei alveg 100 prósent. En ég held að það verði einhver seldur. Líklega Strakosha. En það kemur bara í ljós. Þeir eru báðir að fara á EM. Ég held við þurfum bara að sjá,“ sagði Hákon, sem stefnir á að hefja næsta tímabil sem markvörður númer 2 hjá Brentford.
En kemur til greina að fara annað á láni ef hann sér fram á að verða þriðji markvörður.
„Já, ég held bara að það sé ekki að fara að gerast. Ég er nokkuð viss um að það verði ekki þannig.“