Eftir gríðarleg meiðslavandræði á Old Trafford í vetur er Manchester United að taka til í lækna og sjúkraþjálfaraliði félagsins.
Nú segja ensk blöð að United sé að ráða til starfa Jordan Reece sem er í miklum metum hjá Arsenal.
Gary O’Driscoll er yfirlæknir Manchester United en félagið fékk hann eimitt frá Arsenal fyrir ári síðan.
Gary O’Driscoll þekkir vel til starfa Reece og leggur áherslu á það að United fái hann til starfa.
John Cross ritstjóri Mirror segir að allt sé að verða klappað og klárt fyrir skipti Reece.
Exclusive: Man Utd set to snap up Arsenal physio. Old Trafford club undergoing major medical review and snapping up highly-respected physio Jordan Reece is huge boost https://t.co/GiqvmLUoUR
— John Cross (@johncrossmirror) May 31, 2024