Craig Bellamy gæti endað á því að stýra Burnley á næstu leiktíð en tilkynning félagsins í gær vekur nokkra athygli.
Vincent Kompany hætti með Burnely í vikunni eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni, hann fékk starfið hjá FC Bayern.
Bellamy var aðstoðarmaður Kompany og Burnley tilkynnti í gær að hann og Michael Jackson yrðu stjórar liðsins næstu vikurnar.
Það vekur athygli enda eru engar æfingar næsty vikurnar og gætu þeir félagar endað á að taka við liðinu.
Steve Cooper hefur hafnað starfinu en Frank Lampard, Ruud van Nistelrooy og fleiri eru orðaðir við starfið.