Rasmus Hojlund framherji Manchester United var sá leikmaður sem raðaði mest í sig eftir sigur liðsins í enska bikarnum um síðustu helgi.
Mörg góð myndbönd og myndir hafa birst af Hojlund eftir leikinn en það besta kom í gær.
Þar er Hojlund að dansa og syngja með Cam Reading, unnustu Scott McTominay og virtist í trylltum gír.
Hojlund straight up into favourite United player category after that final pic.twitter.com/c7ZWVnUXcg
— United Peoples TV (@UnitedPeoplesTV) May 30, 2024
United vann 2-1 sigur á Manchester City í úrslitum enska bikarsins en Hojlund var að klára sitt fyrsta tímabil með United.
Hann og McTominay hafa orðið miklir vinir og hefur það sést síðustu daga.