Manchester City leiðir kapphlaupið um að fá Bruno Guimaraes frá Newcastle í sumar. Þetta kemur fram í spænska miðlinum AS.
Þessi 26 ára gamli miðjumaður hefur heillað í treyju Newcastle og nú gæti hann tekið næsta skref. Klásúla er í samningi hans upp á 98 milljónir punda.
Newcastle er þó sagt opið fyrir því að selja Guimaraes á lægri upphæð, jafnvel á tæpar 70 milljónir punda.
Er þetta þar sem félagið keppist við að halda sér innan regluramma fjárhagsreglna, eins og hefur verið í umræðunni.