Wayne Rooney segir frá því í ítarlegu viðtali að Paul Scholes hafi meitt hann á æfingu þegar hann fór fram á sölu frá Manchester United árið 2010.
Rooney fór þá í stríð við félagið og Sir Alex Ferguson gerði málið opinbert, eftir mikil læti ákvað Rooney að draga í land og skrifa undir nýjan samning við United.
Framkoma hans virðist þó hafa pirrað marga samherja hans. „Þú vildir alltaf vinna leiki á föstudegi, sumar tæklingarnar voru hræðilegar,“ sagði Rooney við Gary Neville.
„Sir Alex Ferguson stöðvaði leikinn oft og lét okkur fara inn, Scholes straujaði mig einu sinni degi fyrir leik og ég meiddist.“
„Þetta var dagurinn þegar Ferguson fór á fréttamannafund og sagði frá því að ég vildi fara, ég er pottþéttur á því að Ferguson hafi beðið hann um þetta. Nei, ég er að grínast.“
Rooney er markahæsti leikmaður Manchester Untied í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann er í dag stjóri Plymouth.