Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, opinberaði leikmannahóp sinn fyrir EM í Þýskalandi í dag.
Um tvær vikur eru í mót og eru Danir í riðli með Englandi, Serbíu og Slóveníu. Liðið fór alla leið í undanúrslit á síðasta Evrópumóti og verður spennandi að sjá hvað það gerir nú.
Þekkt nöfn eru í sterkum hópi Dana, eins og Christian Eriksen, Rasmus Hojlund og Pierre-Emile Hojbjerg.
Hér að neðan má sjá hópinn.