Breiðablik og Víkingur hafa skarað fram úr í íslenskum fótbolta síðustu ár en Víkingur hefur séð um að safna titlunum en Breiðablik hefur náð í einn Íslandsmeistaratitil.
Á sama tíma hefur Víkingur í tvígang orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum orðið bikarmeistari í röð.
Liðin hafa á síðustu þremur tímabilum mæst tíu sinnum en ellefta viðureign liðanna fer fram í Kópavogi í kvöld klukkan 20:15.
Víkingur vann fyrsta leik liðanna á þessu ári en liðin hafa bæði unnið fjóra leiki af síðustu tíu og tveir hafa endað með jafntefli.
Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar fyrir leikinn í kvöld en Blikar eru þremur stigum á eftir og taka toppsætið á markatölu með sigri.
2024:
Víkingur 4 – 1 Breiðablik
2023:
Breiðablik 3 – 1 Víkingur
Víkingur 5 – 3 Breiðablik
Breiðablik 2 – 2 Víkingur
Breiðablik 3 – 2 Víkingur (Meistarar meistaranna)
2022
Breiðablik 1 – 0 Víkingur
Breiðablik 0 – 3 Víkingur (Bikarinn)
Breiðablik 1 – 1 Víkingur
Víkingur 0 – 3 Breiðablik
Víkingur 1 – 0 Breiðablik (Meistarar meistaranna)