Renan Lodi, liðsfélagi Neymar hjá sádiarabíska liðinu Al-Hilal, sér sennilega eftir að hafa strítt stórstjörnunni á dögunum.
Neymar svaraði hrekk Lodi sem sneri að því fikta í skóreimum hans meðan hann sá ekki til. Það er óhætt að segja að Neymar hafi gengið lengra því hann sprengdi dekkinn á bíl Lodi meðan hann sá ekki til og tók þau undan.
Lodi kom því að bílnum óökuhæfum, eins og sjá má hér að neðan.
Myndband og myndir af þessu hafa vakið mikla athygli, en margir eru á því að Neymar hafi gengið of langt.