Pep Guardiola er launahæsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar með 20 milljónir punda á tímabili eða 3,4 milljarða króna.
Arsenal hefur hug á því að koma Mikel Arteta í svipaðan launaflokk eftir að hafa séð framfarir á liðinu síðustu ár.
Þannig er Arteta með 9,5 milljón punda í laun á ári í dag en hann á ár eftir af samningi sínum.
Daily Mail segir að Arsenal sé tilbúið að bjóða Arteta 19 milljónir punda á ári og hækka laun hans því hressilega.
Arteta tók við Arsenal árið 2019 en hefur síðan þá unnið enska bikarinn einu sinni en mistekist að vinna fleiri titla.