Það er áhugi á framherjanum reynslumikla Pierre-Emerick Aubameyang í Sádi-Arabíu.
Þetta kemur fram í franska miðlinum L’Equipe, en þessi fyrrum framherji Arsenal, Barcelona, Chelsea og feiri liða átti stórgott tímabil með Marseille. Skoraði hann 30 mörk í öllum keppnum.
Gæti það orðið til þess að hann landi himinnháum launatékka í Sádí en Al-Shabab hefur áhuga á honum.
Það hefur ekki farið framhjá mörgum að margar stjörnur hafa leitað til Sádí undanfarið ár eða svo fyrir mikla peninga. Aubameyang gæti orðið næstur.