Argentíska landsliðið hefur beðið um leyfi frá Manchester United fyrir því að Alejandro Garnacho fái að keppa með því á Ólympíuleikunum í sumar. Þetta kemur fram í þarlendum miðlum.
Fótboltamótið á Ólympíuleikunum stendur yfir frá 26. júlí til 11. ágúst í París og má ætla að Argentína komist langt.
Enska úrvalsdeildin hefst 17. ágúst og því ekki víst að United sé til í að hleypa Garnacho burt á svo mikilvægum tíma á undirbúningstímabilinu.
Argentínumenn láta hins vegar reyna á að það að fá að velja Garnacho, sem átti fínustu leiktíð með United.