Það var haldin kveðjustund fyrir Jurgen Klopp í M&S Bank Arena í Liverpool-borg í gær. Þar var stutt í tárin.
Klopp hætti nýverið sem stjóri Liverpool eftir níu frábær ár, þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna.
Stuðningsmenn böðuðu þýska stjórann í ást í gær og gat hann ekki haldið aftur af tárunum, eins og má sjá hér neðar.
Klopp hætti hjá Liverpool til að taka sér pásu frá þjálfun. Mun hann dvelja á Mallorca með eiginkonu sinni, Ulla. Þar eiga þau glæsilegt hús sem er þó verið að gera upp. Dvelja þau á hóteli þar til framkvæmdum er lokið.
„Fyrir utan að giftast Ulla var það besta ákvörðun lífs míns að taka við Liverpool,“ sagði Klopp meðal annars í gær.
💔 💔 💔
— Anfield Edition (@AnfieldEdition) May 28, 2024