Harry Maguire mun í sumar ræða við Manchester United um nýjan samning en hann hefur hug á því að vera áfram hjá félaginu.
Ensk blöð segja að Sir Jim Ratcliffe og hans fólki vilji halda í Maguire næstu árin.
Maguire vill vera áfram hjá United en hann náði að finna ágætis takt í leik sinn á liðnu tímabili.
Varnarmaðurinn kostaði United 80 milljónir punda þegar hann kom frá Leicester en hann hefur mátt þola nokkra gagnrýni síðustu ár.
Maguire er 31 árs gamall en hann neitaði að fara til West Ham síðasta sumar þegar United hafði áhuga á að selja hann.
Maguire á ár eftir af samningi sínum við United og því er líklegt að nýr samningur komi á borðið eða félagið reyni að selja hann.