Ensk blöð segja að Manchester United sé með hið minnsta sjö menn á lista hjá sér í sumar en liðið vill kaupa miðvörð, miðjumann og sóknarmann í sumar.
Nokkrir eru nefndir til sögunnar en einn af þeim er Joshua Zirkzee leikmaður Bologna sem gerði vel fyrir liðið í Seriu A í vetur.
Jarrad Branthwaite og Michael Olise eru mest orðaðir við liðið en báðir áttu gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Jeremie Frimpong bakvörður Bayer Leverkusen er einnig nefndur og Joao Neves miðjumaður Benfica.
Einnig er talað um Marc Guehi varnarmann Crystal Palace en talið er að United muni reyna að kaupa unga leikmenn í sumar.
Orðaðir við United:
Michael Olise
Jarrad Branthwaite
Marc Guehi
Jeremie Frimpong
Joao Neves
Benjamin Sesko
Joshua Zirkzee