Héraðsdómur Reykjaness kveður á mánudag upp dóm í máli Kolbeins Sigþórssonar. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlkubarni. RÚV vekur athygli á þessu.
Aðalmeðferð fór fram um miðjan þennan mánuð og tók einn dag. Kolbeinn kom ekki fyrir dóminn heldur tjáði sig um sakarefnið gegnum fjarfundabúnað. RÚV segir að það megi rekja til þess að fjölmiðlar hafi komist á snoðir um ákæruna og hvenær aðalmeðferðin yrði.
Kolbeini er gefið að sök að hafa brotið gegn stúlkunni í júní fyrir tveimur árum en hann neitar sök.