Jude Bellingham er leikmaður ársins á Spáni en frá þessu var greint í gærkvöldi.
Bellingham átti stórkostlegt tímabil fyrir Real og skoraði 19 mörk og lagði upp önnur sex er liðið varð meistari.
Englendingurinn lék áður með Dortmund í Þýskalandi og var að leika sitt fyrsta tímabil á Spáni.
Bellingham er aðeins tvítugur og verður mikilvægur með enska landsliðinu á EM í sumar.
🚨⚪️ La Liga Player of the Season: Jude Bellingham.
19 goals, 6 assists on his first season in Spain for Real Madrid star. 💫 pic.twitter.com/bT3SeXy45R
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 28, 2024