Erik Lamela, fyrrum leikmaður Tottenham á Englandi, er samningslaus og er nú í leit að nýju félagi.
Lamela er 32 ára gamall en hann hefur undanfarin þrjú ár spilað með Sevilla í efstu deild á Spáni.
Samningi Argentínumannsins er hins vegar lokið og ákvað félagið að framlengja ekki við vængmanninn.
Lamela spilaði yfir 170 leiki með Tottenham í efstu deild á Englandi á sínum tíma og skoraði 17 mörk.
Hann var ekki mikilvægur hlekkur í liði Sevilla í vetur og spilaði aðeins 13 deildarleiki.