Mason Greenwood hefur verið valinn leikmaður tímabilsins hjá Getafe.
Englendingurinn eyddi tímabilinu á láni hjá Getafe frá Manchester United og skoraði tíu mörk. Hlaut hann verðlaunin í kjölfarið.
Greenwood er ekki talinn eiga neina framtíð hjá United en hann hefur verið orðaður við nokkur stórlið í Evrópu. Enska félagið vonast til að selja hann í sumar.
Greenwood er skráður leikmaður Getafe til 30. júní en takist United ekki að finna kaupanda fyrir þinn tíma er lítið sem stoppar leikmanninn í að mæta til æfinga United á undirbúningstímabilinu. Það breytir því þó ekki að hann á öllum líkindum ekki eftir að spila annan leik fyrir félagið.
Greenwood var lengi undir rannsókn lögreglu, grunaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi. Málið var fellt niður snemma á síðasta ári.
The POTS by @FutbolMahou is…
𝐌𝐀𝐒𝐎𝐎𝐎𝐎𝐍 𝐒𝐓𝐀𝐑𝐁𝐎𝐘 𝐆𝐑𝐄𝐄𝐍𝐖𝐎𝐎𝐃! 🌟
🥰 Congratulations Mase! pic.twitter.com/L4WzrLz112
— Getafe C.F. English (@GetafeCFen) May 28, 2024