Xavi hefur staðfest það að hann hafi viljað halda áfram störfum sem stjóri Barcelona en fékk einfaldlega ekki þann möguleika.
Hansi Flick er að taka við Barcelona en það var staðfest fyrr í vetur að Xavi myndi hætta með liðið eftir tímabilið.
Xavi ákvað þó að taka U-beygju og var tilbúinn að halda áfram störfum en forseti félagsins, Joan Laporta, ákvað að leita annað.
Xavi hefur nú opnað sig og segir að hann hafi breytt um skoðun en það gæti einfaldlega hafa verið of seint.
,,Er þetta léttir? Nei því ég vildi halda áfram en mér var tjáð að það væri ekki möguleiki,“ sagði Xavi.
,,Það er eins og það sem ég sagði áður hafi búið til einhvers konar jarðskjálfa. Ég veit ekki af hverju.“