Anthony Martial kvaddi stuðningsmenn Manchester United formlega í dag.
Martial gekk í raðir United 2015 en samningur hans er að renna út og verður ekki framlengdur.
Gríðarlegar vonir voru bundnar við Martial á sínum tíma en meiðsli settu strik í reikninginn og hann stóðstheilt yfir ekki væntingar.
„Kæru stuðningsmenn Manchester United. Það er mjög tilfinningaþrungið fyrir mig að kveðja ykkur í dag. Eftir níu ótrúleg ár hjá félaginu er komið að því að ég hefji næsta kafla á mínum ferli. Frá dýpstu hjartarótum vil ég þakka ykkur fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig,“ segir Martial í kveðju til stuðningsmanna United.
Martial spilaði alls 317 leiki fyrir United og skoraði 90 mörk.