Úkraínumaðurinn Artem Dovbyk er markahæsti leikmaður La Liga á tímabilinu en hann er á mála hjá Girona á Spáni.
Það vekur heldur mikla athygli en Dovbk skoraði alls 24 mörk fyrir Girona sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar.
Dovbyk var á undan Alexander Sorloth sem skoraði 23 mörk fyrir Villarreal og átti sjálfur gott tímabil.
Markavélin Robert Lewandowski var í þriðja sæti með 19 mörk og þar er einnig Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid.
Athygli vekur að Dovbyk er fáanlegur fyrir 40 milljónir evra í sumar en hann er með kaupákvæði í samningi sínum hjá Girona.
Dovbyk er 26 ára gamall og lék eitt sinn fyrir Midtjylland í Danmörku og skoraði þar eitt mark í 18 leikjum 2018-2020.