Sami Mokbel blaðamaður hjá Daily Mail fullyrðir að Erik ten Hag stjóri Manchester United verði rekinn í vikunni.
Ten Hag gerði United að enskum bikarmeisturum á laugardag en fyrir leik var fullyrt að hann yrði rekinn.
Ekki er talið að sigurinn gegn Manchester City í úrslitum bikarsins breyti því.
Guardian segir frá því að United sé búið að funda með Roberto de Zerbi, en félagið hefur einnig fundað með aðilum tengdum Kieran McKenna, Thomas Frank, Thomas Tuchel og Mauricio Pochettino.
Búist er við að United taki ákvörðun á allra næstu dögum en fátt bendir til þess að Ten Hag haldi starfinu.
🚨🚨| BREAKING: Manchester United are set to part ways with Erik ten Hag following an end of season review.
[@SamiMokbel81_DM] pic.twitter.com/gmyZGpZ03l
— CentreGoals. (@centregoals) May 27, 2024