Newcastle hefur augastað á James Trafford, markverði Burnley, fyrir sumarið. Daily Mail segir frá.
Trafford gekk í raðir Burnley frá Manchester City fyrir 15 milljónir punda fyrir síðustu leiktíð. Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og var Trafford búinn að missa sæti sitt í restina.
Newcastle vill þó fá hann og er talið að hann kosti um 20 milljónir punda. Sér félagið hann sem samkeppni fyrir Nick Pope, sem var meiddur lengi vel á síðustu leiktíð.
Aaron Ramsdale hjá Arsenal og Giorgi Mamardashvili hjá Valencia hafa einnig verið orðaður við Newcastle en þeir eru sennilega of dýrir.
Trafford var á dögunum valinn í bráðabirgða landsliðshóp Gareth Souhgate, þjálfara Englands, en ekki er víst hvort hann fari með á EM í sumar.