Fylkir tók á móti HK í lokaleik 8. umferðar í Bestu deild karla. Heimamenn höfðu ekki unnið leik þegar kom að einvígi kvöldsins.
Árbæingar komu til leiks af krafti og kom Nikulás Val Gunnarsson þeim yfir á 13. mínútu leiksins. Þórður Gunnar Hafþórsson tvöfaldaði svo forskotið á 20. mínútu og var staðan í hálfleik 2-0.
Matthias Præst fór langt með að klára dæmið fyrir Fylki er hann skoraði á 64. mínútu. Staðan orðin 3-0.
Birkir Valur Jónsson minnkaði muninn fyrir HK á 70. mínútu. Nær komust þeir ekki og lokatölur 3-1. Fyrsti sigur Fylkis á tímabilinu staðreynd.
Fylkir er áfram á botninum en nú með 4 stig. HK er í níunda sæti með 7 stig.