Antonio Conte mun funda með forráðamönnum Napoli á næstu klukkustundum. Félagið vill fá hann til að taka við.
Conte hefur verið atvinnulaus í rúmt ár eftir að hafa verið rekinn frá Tottenham í mars á síðasta ári.
Conte mun funda með Aurelio de Laurentiis forseta Napoli sem vill fá hann til starfa.
Conte mun fá vel greitt hjá Napoli en liðið vill aftur komast í fremstu röð eftir erfitt tímabil.
Conte hefur gríðarlega reynslu en hann hefur stýrt Juventus, Inter, Chelsea og fleiri liðum með góðum árangri.