Erik ten Hag, stjóri Manchester United, mætti í viðtal hjá ITV Sport í gær eftir úrslitaleik enska bikarsins.
Ten Hag ræddi þar á meðal annars við goðsögn United, Roy Keane, sem hefur gagnrýnt Hollendinginn oftar en einu sinni á tímabilinu.
Ten Hag var í stuði í þessu viðtali í gær og benti Keane á það að hann hafi sjálfur lent í vandræðum sem þjálfari á sínum ferli.
,,Þú varst í vandræðum með að þjálfa þitt lið,“ sagði Ten Hag við Keane og tók Írinn alls ekki illa í þau ummæli og var í raun sammála.
Skemmtilegt myndbrot en það má sjá hér.
„You had trouble to manage a team“ 🤣
Erik Ten Hag wasn’t a fan of Roy Keane’s management career it seems…#FACupFinal | #EmiratesFACup | #MCIMUN pic.twitter.com/N1YKxxpZDq
— ITV Football (@itvfootball) May 25, 2024