Lautaro Martinez, leikmaður Inter Milan, er alveg jafn góður og stórstjörnur á borð við Erling Haaland, Kylian Mbappe og Harry Kane.
Það er Martinez sjálfur sem segir þetta en hann fékk athyglisverða spurningu frá blaðamanni þessa helgina.
Martinez telur að hann sé á meðal bestu sóknarmanna heims miðað við þessi ummæli en hann hefur vissulega spilað virkilega vel með Inter á tímabilinu.
Argentínumaðurinn hefur verið orðaður við stærstu félög heims en hann virðist sjálfur vera ánægður í Milan.
,,Ég þarf ekki að öfunda þá neitt, tölfræðin og titlarnir tala fyrir sig,“ sagði Martinez við blaðamanninn.
,,Sumir af þessum leikmönnum hafa unnið minna en ég, ég þarf að vinna og leggja hart að mér eins og faðir minn kenndi mér en ég er alveg jafn góður og þessir frábæru leikmenn.“