Sir Jim Ratcliffe, eigandi Manchester United, vildi ekkert segja við blaðamann sem spurði út í framtíð Erik ten Hag í gær.
Blaðamaðurinn vildi fá að vita hvort Ten Hag myndi halda áfram sem stjóri liðsins eða ekki eftir úrslitaleik enska bikarsins í gær.
United kom öllum á óvart og vann 2-1 sigur á Manchester City og er búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni.
,,Sir Jim, verður Erik áfram?“ sagði blaðamaðurinn en Ratcliffe neitaði að svara þessum ágæta manni.
Myndband af þessu má sjá hér.
Reporter: “Sir Jim… is Erik staying?”
Sir Jim: 🤐#MUFC pic.twitter.com/BRCaEuercL
— Brad Cox (@BradJCox_) May 25, 2024