Sverrir Ingi Ingason og hans félagar í Midtjylland eru meistarar í Danmörku eftir svakalega lokaumferð í kvöld.
Midtjylland gerði 3-3 jafntefli við Silkeborg en Sverrir spilaði allan leikinn í öftustu línu á heimavelli.
Midtjylland var ekki í toppsætinu fyrir lokaumferðina en Brondby spilaði á sama tíma við Aarhus á heimavelli.
Þeim leik lauk hins vegar með óvæntum 3-2 útisigri Aarhus og var jafntefli nóg til að tryggja Midtjylland titilinn.
Brondby hefði dugað jafntefli á heimavelli vegna úrslita í leik Sverris og félaga en leikmenn liðsins virðast hafa misst hausinn algjörlega.
Mikael Neville Anderson er leikmaður Aarhus og spilaði 84. mínútur í sigrinum.