Manchester City ætlar að bjóða stjóra sínum Pep Guardiola nýjan langtímasamning og vill halda honum næstu árin.
Þetta fullyrðir Daily Mail en Guardiola verður samningslaus hjá Englandsmeisturunum á næsta ári.
Óvíst er hvort Guardiola vilji framlengja samning sinn við City en hann hefur starfað hjá félaginu frá 2016.
Guardiola er orðinn 53 ára gamall en hann hefur einnig þjálfað lið Barcelona og Bayern Munchen á sínum ferli.
Spánverjinn hefur gert frábæra hluti undanfarin átta ár og er ljóst að enginn vill losna við hann í bláa hluta Manchester.