Manchester United mun fá auka pening frá Borussia Dortmund fyrir þjónustu vængmannsins Jadon Sancho.
Frá þessu greinir Sky en Sancho gekk í raðir Dortmund á lánssamningi frá United í janúar á þessu ári.
Englendingurinn stóð sig nokkuð vel í Þýskalandi en hans samband við Erik ten Hag, stjóra United, er alls ekki gott.
Sky segir að United muni fá fimm milljónir evra fyrir lánssamninginn frekar en 3,5 eftir að Dortmund tryggði sér Meistaradeildarsæti.
Sancho kom einmitt til United frá Dortmund árið 2021 og kostaði þá 73 milljónir punda en stóðst í raun aldrei væntingar.