Erik ten Hag, stjóri Manchester United, vann sinn annan titil með liðinu í dag gegn Manchester City.
United vann 2-1 sigur á grönnum sínum á Wembley og tryggði sér sæti í Evrópudeildinni fyrir næsta tímabil.
Ten Hag er sjálfur orðaður við sparkið á Old Trafford og var spurður út í eigin framtíð eftir leik.
,,Tveir bikarar á tveimur tímabilum og þrír úrslitaleikir… Ekki slæmt,“ sagði Ten Hag eftir leikinn.
,,Ef þeir vilja mig ekki lengur þá fer ég annað og vinn titla, það er það sem ég geri.“