Manchester United 2 – 1 Manchester City
0-1 Alejandro Garnacho(’30)
0-2 Kobbie Mainoo(’39)
1-2 Jeremy Doku(’87)
Manchester United er bikarmeistari 2024 á Englandi eftir leik gegn grönnunum í Manchester City í dag.
City fagnaði nýlega sigri í ensku úrvalsdeildinni en átti mögulega sinn slakasta leik á tímabilinu á Wembley í dag.
United komst yfir snemma leiks en Alejandro Garnacho nýtti sér þá mistök í vörn þeirra bláklæddu og skoraði sannfærandi.
Kobbie Mainoo bætti við öðru marki United er 39 mínútur voru komnar á klukkuna eftir frábæra sendingu Bruno Fernandes.
City lagaði stöðuna er þrjár mínútur voru eftir en það dugði ekki til og Evrópusæti því tryggt á Old Trafford.