Jóhann Már Helgason, sparkspekingur með meiru, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það var enginn Gylfi Þór Sigurðsson í landsliðshópi Age Hareide fyrir komandi vináttuleiki gegn Englandi og Hollandi. Gylfi hefur farið frábærlega af stað með Val í Bestu deildinni en glímir við meiðsli í baki.
Gylfi sneri aftur í landsliðið síðasta haust en var svo ekki valinn fyir umspilsleiki um sæti á EM í vor.
„Ef Gylfi hefði ekki meiðst núna, hefði hann verið með?“ spurði Helgi í þættinum og Jóhann var á því.
„Mér fannst á svörum Age að það hefði verið raunin. Hann sagðist hafa verið búinn að fylgjast vel með honum og að það hafi verið stígandi í hans frammistöðu. Það er líka hárrétt, hann hefur verið besti maður mótsins.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar